Bruno Fernandes segist ekki vilja neitt annað en að spila fyrir Manchester United en sögur hafa verið á kreiki um að hann gæti farið í sumar.
Bruno er með tilboð frá Sádi Arabíu en vill nýjan samning hjá United, það hefur hins vegar ekki verið í boði hingað til.
„Ég elska að spila á Old Trafford meira en allt í heiminum, ég vil ekki fara,“ segir Bruno.
„Þetta hefur alltaf verið draumurinn minn,“ segir Bruno en sendir svo dulin skilaboð til þeirra sem nú stýra félaginu.
„Ég vil bara að væntingar mínar séu í samræmi við þær sem félagið gerir, allir stuðningsmenn vilja það saman. Við viljum vinna deildina, við viljum vera í Meistaradeildinni. Við viljum vera í úrslitaleikjum, það á að vera karfan. Það er það sem ég vil og þið eigið það skilið.“
„Ég vil berjast, ég vil vera hérna. Fjölskyldan mín vill vera hérna.“