Chelsea er tilbúið að hlusta á tvo uppalda enska leikmenn en Conor Gallagher og Trevoh Chalobah eru báðir til sölu í sumar.
Félagið getur keyrt þetta í gegn nú þegar búið er að reka Mauricio Pochettino úr starfi.
Pochettino vildi halda í báða þessa leikmenn og er það ein af ástæðum þess að félagið lét hann fara.
Chelsea verður að selja leikmenn til að komast í gegnum FFP reglurnar og uppaldir leikmenn gefa meira í bókhaldið.
Sala á uppöldum leikmönnum telst sem hreinn hagnaður og því vill Chelsea selja þessa tvo.