Breiðablik hafði betur gegn Val í stærsta leik Bestu deildar kvenna það sem af er tímabili.
Leikurinn fór fram í vonskuveðri og var það Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir sem gerði eina mark fyrra hálfleiks. Gestirnir frá Hlíðarenda leiddu 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Blikar náðu hins vegar að snúa dæminu við í seinni hálfleik. Andrea Rut Bjarnadóttir jafnaði fyrir þær á 64. mínútu og nokkrum mínútum síðar skoraði Barbára Sól Gísladóttir sigurmark leiksins. Lokatölur 2-1.
Risastór stig fyrir Blika sem eru með fullt hús eftir sex leiki. Þetta voru fyrstu stigin sem Valur tapar og liðið í öðru sæti á eftir Blikum.
Á sama tíma mættust Stjarnan og Fylkir í Garðabænum. Spilað var í knattspyrnuhúsinu Miðgarði vegna veðursins. Heimakonum tókst þar að vinna sinn annan leik í röð í Bestu deildinni eftir erfiða byrjun á mótinu.
Mörk Stjörnunnar gerðu Hulda Hrund Arnarsdóttir og Hannah Sharts en Eva Rut Ásþórsdóttir skoraði fyrir Fylki. Lokatölur 2-1.