Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson verða á meðal sparkspekinga RÚV á EM í sumar, en stöðin sýnir frá keppninni.
Arnar er auðvitað þjálfari karlaliðs Víkings en hann og Óskar elduðu grátt silfur saman er sá síðarnefndi var með Breiðablik, áður en hann hélt til Noregs í haust og tók við Haugesund. Óskar er síðan hættur í Noregi, eins og flestir vita.
EM hefst 14. júní og stendur til 14. júlí.
RÚV birti skemmtilegt myndband í dag þar sem Arnar og Óskar voru kynntir til leiks. „Er hann með mér?“ sagði Arnar þar meðal annars.
Myndbandið er hér að neðan.