Declan Rice miðjumaður Arsenal var steinhissa þegar hann sá hvað leikmenn liðsins voru að borða á leikdegi, hann segir matinn gefa sér gríðarlega orku.
„Ég fæ mér fjórar pönnukökur fyrir leik með hunangi eða sírópi,“ segir Rice sem var að klára sitt fyrsta tímabil hjá Arsenal
Arsenal endaði annað árið í röð í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa setið lengi vel á toppnum.
„Ég lofa til guðs, þetta er það besta. Þegar ég kom til liðsins þá sá ég leikmenn borða þetta, ég var mjög hugsi yfir þetta. Þetta hefur breytt leiknum mínum.“
„Ég skil ekki fræðin á bak við þetta en þetta gefur mér rosalega orku.“
„Ég get hlaupið endalaust, ef við spilum síðdegis þá fæ ég mér stundum átta pönnukökur. Ég tek þær í morgunmat og svo aftur fyrir leik.“