Diletta Leotta sjónvarpskona á Ítalíu og unnusta Loris Karius segir að hún hafi átt erfitt með að taka ljótum athugasemdum.
Leotta er 32 ára gömul og er afar vinsæl í starfi á Ítalíu en Karius er markvörður Newcastle en hann var áður hjá Liverpool.
„Það versta sem ég hef heyrt var þegar einn sagði við mig að ég væri bara með þetta starf af því að ég væri með stór brjóst,“ segir Leotta.
„Félagi minn hjá Sky Sports lét mig vita af því að það væri mikið talað um mig.“
„Ég var bara að byrja og var tvítug, þetta sveið svakalega. Ég fór heim á hverju kvöldi og grét, þetta bjó til ljónið í mér. Ég lærði mikið.“
Leotta og Karius byrjuðu saman árið 2022 og eignuðust sitt fyrsta barn árið 2023 og trúlofuðu sig á þessu ári.
„Ég náði mér í gráðu sem lögfræðingur svo enginn gæti talað svona um mig aftur.“