Fjölnir tók á móti Þrótti í Lengjudeild karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Egilshöll.
Markalaust var í hálfleik en Guðmundur Karl Guðmundsson kom Fjölni yfir á 52. mínútu. Skömmu síðar kom Axel Freyr Harðarson þeim í 2-0. Mark hans var ansi skrautlegt og kom eftir mistök Þórhallur Ísak Guðmundsson, markvarðar Þróttar, sem ætlaði að reyna að leika á hann.
Meira
Sjáðu afar skrautlegt mark í Egilshöll í kvöld – Hrikaleg markmannsmistök
Máni Austmann Hilmarsson fór langt með að gera út um leikinn af vítapunktinum þegar tæpar 20 mínútur lifðu leiks en skömmu síðar minnkaði Izaro Abella Sanchez muninn fyrir Þrótt.
Fjölnir er með 10 stig á toppi deildarinnar eftir fjóra leiki. Þróttur er með 1 stig.