Vincent Kompany hefur látið Burnley vita að hann hafi náð samkomulagi um að taka við Bayern Munchen. Fabrizio Romano greinir frá.
Orðrómar fóru af stað í vikunni um að Kompany væri á óskalista Bayern og hafa mál gengið hratt fyrir sig. Fátt virðist koma í veg fyrir að Belginn verði næsti stjóri þýska stórliðsins.
Undir stjórn Kompany fór Burnley upp í ensku úrvalsdeildina í fyrra en féll svo strax aftur í ár.
Bæjarar eru þó hrifnir af hugmyndafræði Kompany, sem þykir afar efnilegur stjóri.
Bayern og Burnley eiga eftir að semja um upphæð sem fyrrnefnda félagið greiðir fyrir Kompany.
🔴⏳ Vincent Kompany has informed Burnley of his agreement with FC Bayern as he really wants to join the club.
Negotiations ongoing between the two clubs on compensation fee, all proceeding in order to reach the agreement soon. pic.twitter.com/aV1g1pNRyu
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 23, 2024