fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Fjögur nöfn eftir á blaði Chelsea til að taka við af Pochettino

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 23. maí 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea er með fjögur nöfn á blaði hjá sér fyrir sumarið en félagið leitar nú að arftaka Mauricio Pochettino sem tók poka sinn í upphafi vikunnar.

Enzo Maresca, Kieran McKenna og Thomas Frank eru á meðal þeirra sem koma til greina.

Maresca stýrði Leicester upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun en hann var áður einn af aðstoðarmönnum Pep Guardiola hjá Manchester City.

Telegraph segir að Kieran McKenna sé einnig á blaði en Brighton reynir einnig að fá hann, McKenna hefur unnið kraftaverk hjá Ipswich og stýrt liðinu upp um tvær deildir á tveimur árum.

Thomas Frank hefur í mörg ár gert góða hluti með Brentford og er sagður á blaði Chelsea en ekki kemur fram í Telegraph hver fjórði maðurinn er.

Pochettino var rekinn eftir eitt ár í starfi hjá Chelsea en félagið vill yngri mann inn sem vinnur eftir hugmyndafræði stjórnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Í gær

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki