Chelsea er með fjögur nöfn á blaði hjá sér fyrir sumarið en félagið leitar nú að arftaka Mauricio Pochettino sem tók poka sinn í upphafi vikunnar.
Enzo Maresca, Kieran McKenna og Thomas Frank eru á meðal þeirra sem koma til greina.
Maresca stýrði Leicester upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun en hann var áður einn af aðstoðarmönnum Pep Guardiola hjá Manchester City.
Telegraph segir að Kieran McKenna sé einnig á blaði en Brighton reynir einnig að fá hann, McKenna hefur unnið kraftaverk hjá Ipswich og stýrt liðinu upp um tvær deildir á tveimur árum.
Thomas Frank hefur í mörg ár gert góða hluti með Brentford og er sagður á blaði Chelsea en ekki kemur fram í Telegraph hver fjórði maðurinn er.
Pochettino var rekinn eftir eitt ár í starfi hjá Chelsea en félagið vill yngri mann inn sem vinnur eftir hugmyndafræði stjórnar.
Chelsea settle on four-man shortlist to succeed Pochettino. No clear favourite yet as club work through names. Interest in Hoeness and Michel now dropped. #cfchttps://t.co/RkdeVu84DP
— Matt Law (@Matt_Law_DT) May 23, 2024