Al Nassr í Sádí Arabíu er að leggja mikla áherslu á það að fá Bruno Fernandes frá Manchester United í sumar.
Samkvæmt fréttum í dag hefur Al Nassr lagt fram rosalegt tilboð á borð Fernandes.
Þar segir einnig að Fernandes vilji frekar fá nýjan samning hjá Manchester United þar sem hann er fyrirliði liðsins.
Samkvæmt fréttinni er United hins vegar ekki tilbúið að opna samtalið við Fernandes um nýjan samning.
Sir Jim Ratcliffe sem stýrir félaginu í dag er að fara í gegnum allan rekstur félagsins og því eru verulegar launahækkanir ekki í boði eins og er.
🚨🇸🇦 Saudi Pro League side Al Nassr have offered Bruno Fernandes a major bumper contract. Fernandes wants a new contract at Manchester United, but the club are not currently open to sanctioning a new deal. #MUFC [@AttackingFooty] pic.twitter.com/9MgGmzn979
— mufcmpb (@mufcMPB) May 22, 2024