Gianluca Di Marzio sérfræðingur í heimi fótboltans segir að allar líkur séu á því að Erik ten Hag verði rekinn úr starfi þjálfara hjá Manchester United.
Ten Hag gæti því verið að stýra United í síðasta sinn á laugardag þegar liðið mætir Manchester City í úrslitum enska bikarsins.
Di Marzio segir að aðeins þrír menn séu á blaði United sem arftakar hans, segir hann að það séu Kieran McKenna, Roberto de Zerbi og Mauricio Pochettino.
Ten Hag er að klára sitt annað tímabil hjá Manchester United en liðið hefur ekki verið sannfærandi á þessu tímabili.
Pochettino varð atvinnulaus í gær þegar hann og Chelsea slitu samstarfinu og virðist hann nú vera á blaði United en Chelsea skoðar að ráða McKenna sem var áður aðstoðarþjálfari United.