Dan Ashworth sem Manchester United hefur samið um að taka við sem yfirmaður knattspyrnumála segir að hann hafi verið rekinn frá Newcastle.
Þetta vörð rak hans fyrir framan dómstóla sem taka nú mál hans fyrir. Ashworth hefur verið settur í leyfi hjá Newcastle eftir að hann samdi við United.
Ashworth er með samning við Newcastle út næstu leiktíð en félagið vill ekki leyfa honum að fara til United nema að fá greitt.
United er tilbúið að borga 2 milljónir punda fyrir Ashworth en Newcastle vill miklu hærri upphæð.
Málið fer fyrir alþjóðlegan dómstól í lok mánaðar þar sem Ashworth fær svör en hans rök eru að Newcastle hafi rekið hann úr starfi, sökum þess eigi hann að fá að starfa fyrir United.