Alejandro Garnacho gæti beðið um nýjan og endurbættan samning hjá Manchester United í sumar, sérstaklega ef hann slær í gegn með argentíska landsliðinu á Copa America í sumar.
Daily Mail segir frá þessu en hinn 19 ára gamli Garnacho spilaði stóra rullu með United á leiktíðinni. Spilaði hann 49 leiki og enginn spilaði meira. Diogo Dalot spilaði jafnmarga leiki og Bruno Fernandes leik minna.
Þrátt fyrir að hafa skrifað undir nýjan samning við United í apríl til ársins 2028 íhugar Garnacho að biðja um betri samning vegna þess hversu mikilvægur hann er.
Sem fyrr segir fer Garnacho á Copa America með Argentínu í sumar og eftir mótið gæti hann sest að saminngaborðinu.