Nicolas Jackson, sóknarmaður Chelsea, virðist ansi ósáttur með að félagið hafi slitið samstarfi sínu við knattspyrnustjórann Mauricio Pochettino í gær.
Eftir fundi á milli Pochettino og félagsins í upphafi vikunnar var ljóst að menn voru ekki á sama máli um hvaða stefnu ætti að taka og Argentínumaðurinn því látinn fara.
Undir stjórn Pochettino tók Chelsea við sér í lok tímabils og landaði að lokum Evrópusæti.
Jackson skoraði 17 mörk í 44 leikjum í öllum keppnum og mun sakna Pochettino sárt miðað við færslu hans á Instagram.
Birti hann mynd af þeim á góðri stundu og lét tjákn (emoji) fylgja sem segja meira en þúsund orð.