Jamie Carragher var beðinn um að velja fimm bestu stjóra í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og var listinn áhugaverður.
Sparspekingurinn er auðvitað goðsögn hjá Liverpool en samt nær Jurgen Klopp ekki á topp þrjá.
„Ég myndi setja Pep Guardiola efstan og svo Sir Alex Ferguson. Svo kæmi Jose Mourinho því hann kom til baka og vann deildina með Chelsea. Jurgen Klopp er svo næstur,“ segir Carragher.
„Ég set Klopp fyrir ofan Arsene Wenger og eina ástæðan er að hann vann Meistaradeildina.“
Guardiola vann fjórða Englandsmeistartitil sinn í röð með Manchester City á dögunum en alls hefur hann unnið deildina sex sinnum. Ferguson vann hana þrettán sinnum á sínum tíma með Manchester United. Wenger og Mourinho unnu þrjá titla hjá Arsenal og Chelsea og Klopp einn með Liverpool.