fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Age Hareide var bannað að velja Albert í landsliðshópinn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. maí 2024 11:07

Albert Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands mátti ekki velja Albert Guðmundsson í landsliðshóp sinn fyrir leikina gegn Englandi og Hollandi sem eru í júní.

Ástæðan er að niðurfelling á máli gegn Alberti var kærð á dögunum, reglur KSÍ banna þar með Hareide að velja Albert.

Albert var kærður á síðasta ári fyrir kynferðisbrot en eftir rannsókn var málið fellt niður, litlar sem engar líkur voru taldar á sakfellingar.

„Það eru leikmenn sem ég vildi velja, vegna meiðsla þá varð ég að sleppa einum. Vegna regluverksins sem KSÍ er með þá má ég ekki velja leikmann,“ sagði Hareide.

„Það er Albert,“ bætti sá norski við en konan sem kærði Albert, kærði niðurfellingu málsins.

Niðurfelling málsins var kærð þegar Albert var mættur í landsleiki Íslands í mars þar sem hann var magnaður í sigri á Ísrael og skoraði svo eina mark liðsins í tapi gegn Úkraínu.

Hann minntist svo á að líklegt væri að Albert væri að skipta um félag og líklega væri hausinn á honum þar. „Við hefðum átt spjall um það, reglurnar hjá KSÍ eru á hreinu,“ sagði Hareide en Albert hefur verið frábær með Genoa á Ítalíu í vetur og er líklega á förum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sancho elskar lífið hjá Chelsea

Sancho elskar lífið hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Í gær

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Í gær

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar

Geta gleymt því að fá hann frá Real Madrid í janúar
433Sport
Í gær

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford