Marcus Rashford framherji Manchester United er ekki í 30 manna hópi enska landsliðsins fyrir Evrópumótið sem fram fer í sumar.
Framherji Manchester United hefur átt ömurlegt tímabil og ákvað Gareth Southgate að henda honum út úr hópnum.
Rashford hefur verið lykilmaður í enska landsliðinu í mörg ár en er nú settur út í kuldann.
„Óska Gareth og öllum strákunum alls hins besta í mótinu sem er á næstunni,“ segir Rashford í færslu á Instagram.
Þrátt fyrir kveðjuna er ljóst að Rashford er hundsvekktur með að vera ekki með en enska landsliðið gæti unnið keppnina í Þýskalandi.