Gareth Southgate valdi í dag 30 manna hóp sinn fyrir Evrópumótið í sumar en hann mun í byrjun júní fækka í hópnum og velja lokahópinn.
26 verða í lokahópnum en Luke Shaw bakvörður Manchester United er í hópnum þrátt fyrir meiðsli undanfarna mánuði.
Shaw hefur verið lykilmaður í liði Southgate síðustu ár og fær sénsinn en þjálfarinn telur það tæpt að hann nái í lokahópinn.
„Hann er í kappi við tímann, hann hefur misst út mikið af fótbolta,“ sagði Southgate þegar hann kynnti hópinn.
„Hann hefur verið okkar fyrsti kostur í þessa stöðu og fær því aðeins meiri tíma. Ég hef rætt við hann en það er langskot að hann nái inn í lokahópinn.“
🚨🏴 Southgate on Luke Shaw called up: “He is up against it. He missed a lot football”.
“The fact he’s been our first choice in that position, we’re probably giving him a bit longer. I’ve spoke with him but I have to say he’s a long shot to make the final squad”. pic.twitter.com/sWhpu2l8kj
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 21, 2024