Stór tíðindi hafa borist úr knattspyrnuheiminum því Toni Kroos er að leggja skóna á hilluna.
Þessi miðjumaður Real Madrid er á leið á EM með þýska landsliðinu, þar sem það er á heimavelli.
Hann mun svo leggja skóna á hilluna þegar samningur hans í Madríd rennur út.
Hinn 34 ára gamli Kroos hefur verið hjá Real Madrid í tíu ár og átt magnaðan feril. Hefur hann til að mynda unnið Meistaradeildina fimm sinnum.
Þar áður var kappinn á mála hjá Bayern Munchen en hann varð heimsmeistari með Þýskalandi 2014.
„Eins og ég sagði alltaf verður Real Madrid síðasta félagið sem ég spila fyrir. Daginn sem ég var kynntur til leiks hjá Real Madrid breyttist líf mitt. Ég mun aldrei gleyma þessum tíma,“ segir Kroos meðal annars í bréfi til stuðningsmanna Real Madrid.