Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur tilkynnt 33 manna hóp sem mætir Íslandi og Bosníu í byrjun næsta mánaðar.
Þar er ýmislegt áhugavert en stór nöfn eru fjarverandi. Má þar nefna Marcus Rashford, Ben Chilwell, Raheem Sterling og Jadon Sancho.
Ungu og efnilegu leikmennirnir Curtis Jones, Kobbie Mainoo og Jarrel Quansah eru með. Þá er Luke Shaw með en hann er að stíga upp úr meiðslum.
England mætir Bosníu 3. júní og Íslandi fjórum dögum síðar á Wembley. Þessi 33 manna hópur verður svo skorinn niður í 26 fyrir EM í Þýskalandi.
Hér að neðan er hópurinn í heild.