Gary Lineker stjórnandi Match of the Day segist hafa heyrt sögu um framtíð Jurgen Klopp sem hætti sem stjóri Liverpool á sunnudag.
Klopp ákvað að taka sér frí frá fótboltanum og ætlar að vera í hið minnsta ár frá fótboltanum.
„Það verður áhugavert að sjá hvað Klopp gerir næst. Hann tekur sér frí og ég held að hann hafi verið heiðarlegur þegar hann ræddi um orkuna hjá sér að hún væri að tæmast,“ sagði Lineker.
Lineker hefur heyrt þá sögu að hann snúi aftur til Borussia Dortmund en í öðru hlutverki.
„Þetta starf tekur mikla orku frá þér, eftir ár gæti komið tími fyrir hann að snúa aftur.“
„Ég heyrði þá sögu að hann gæti endað á að verða forseti Borussia Dortmund, það væri magnað fyrir hann að snúa þangað aftur.“