Sara Björk Gunnarsdóttir er á förum frá Juventus eftir tvö ár hjá félaginu.
Hin 33 ára gamla Sara kom til Juventus frá Lyon og varð ítalskur bikarmeistari í fyrra.
Þessi fyrrum landsliðsfyrirliði á glæstan feril að baki og til að mynda unnið Meistaradeild Evrópu tvisvar, í bæði skiptin með Lyon.
Nú er hún með lausan samning og óvíst hvað hún tekur sér fyrir hendur næst.