Ederson, markvörður Manchester City, gæti yfirgefið félagið í sumar. Þetta segir Fabrizio Romano.
Brasilíumaðurinn hefur verið algjör lykilmaður í liði City sem varð Englandsmeistari fjórða árið í röð um helgina.
Samningur hans rennur út eftir tvö ár en Romano segir að hann gæti farið í sumar ef gott tilboð berst.
Félög í Sádi-Arabíu hafa áhuga á hinum þrítuga Ederson og skoðar hann nú stöðu sína. Hann fær að taka ákvörðun sjálfur um hvað hann gerir.
🚨🔵 EXCL: Éderson could leave Man City in the summer transfer window in case of good proposal, it’s a possibility.
There’s already interest from Saudi Pro League clubs with Éderson considering possibilities at the end of the season.
It will be up to the player. 🇧🇷 pic.twitter.com/cXAcWSxd8z
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 21, 2024