Max Eberl, yfirmaður knattspyrnumála Bayern Munchen, hefur staðfest það að Roberto De Zerbi taki ekki við liðimu í sumar.
Bayern er að leita að nýjum stjóra fyrir næsta tímabil en Thomas Tuchel lætur þá af störfum.
De Zerbi hefur verið orðaður við starfið hjá Bayern en hann hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Brighton í úrvalsdeildinni.
Eberl var spurður að því hvort hann gæti staðfest að nýi stjóri Bayern væri ekki ítalskur og svaraði hann játandi.
Hver tekur við er óljóst en menn eins og Hansi Flick og Jose Mourinho hafa verið nefndir til sögunnar.