Sævar Atli Magnússon átti heldur betur góðan leik fyrir lið Lyngby í dag sem spilaði við Viborg í Danmörku.
Lyngby lenti 1-0 undir snemma leiks og var staðan þannig þar til um átta mínútur voru eftir.
Sævar kom inná á 75. mínútu og aðeins tíu mínútum seinna var hann búinn að skora tvö mörk til að koma Lyngby yfir.
Andri Lucas Guðjohnsen lék allan leikinn fyrir Lyngby og lagði upp þriðja markið sem var skorað á 89. mínútu.
Lyngby er í fallbaráttu í Danmörku og eftir 31 leik er liðið þremur stigum frá fallsæti í sjö liða riðli.