fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Sá besta leikmann deildarinnar og varð steinhissa – ,,Var sagt að hann væri 14 ára gamall“

Victor Pálsson
Mánudaginn 20. maí 2024 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og margir vita þá hafa fáir ef einhverjir leikmenn átt betra tímabil en stórstjarnan Phil Foden sem spilar með Manchester City.

Foden var valinn leikmaður ársins af blaðamönnum fyrr í vikunni en hann hefur gert 27 mörk og lagt upp önnur 11 í vetur.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sá Foden fyrst fyrir mörgum árum en í dag er hann lykilmaður enska landsliðsins.

Southgate segist hafa verið hrifinn af Foden um leið en aldur leikmannsins á þessum tíma kom verulega á óvart.

,,Þetta var í æfingabúðum U16 á St. George’s Park. Þegar leikmaðurinn er sérstakur þá er mikið talað,“ sagði Southgate.

,,Allir voru að segja við mig: ‘Hefurðu séð Phil!?’ Ég hef séð hann í dag og hann er í raun sami leikmaðug og hann var.“

,,Ég var mjög hrifinn af því hvernig hann hreyfði sig og hvernig hann sveif um völlinn. Seinna var mér sagt að hann væri 14 ára gamall!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Í gær

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool