Paul Pogba nýtur lífsins í botn þrátt fyrir að vera í fjögurra ára banni frá fótbolta eftir að hafa fallið á lyfjaprófi.
Pogba er nafn sem flestir kannast við en hann er fyrrum leikmaður Juventus og Manchester United.
Eiginkona Pogba birti mynd af þeim saman á Instagram en þau skelltu sér í sumarfrí nú á dögunum.
Pogba er 31 árs gamall en hann má ekki spila fótbolta næstu fjögur árin eftir lyfjaprófið sem fór fram 2023.
Samningur Pogba við Juventus rennur út 2026 og eru litlar líkur á að hann verði þar mikið lengur.
View this post on Instagram