Það fóru fram tveir leikir í Lengjudeild karla í dag en um var að ræða tvo leiki sem enduðu með jafntefli.
ÍBV og Þór gerðu jafntefli í Vestmannaeyjum þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft í tveggja marka leik.
Jón Jökull Hjaltason fékk rautt spjald hjá Þór í fyrri hálfleik en Oliver Heiðarsson var svo rekinn ef velli snemma í þeim síðari fyrir ÍBV.
Þá áttust við Grindavík og Grótta en þeim leik lauk með 2-2 jafntefli.
ÍBV 1 – 1 Þór
1-0 Bjarki Björn Gunnarsson
1-1 Sigfús Fannar Gunnarsson
Grindavík 2 – 2 Grótta
1-0 Sigurjón Rúnarsson
1-1 Arnar Daníel Aðalsteinsson
1-2 Damian Timan
2-2 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson