Ljóst er að lið Como á Ítalíu mun spila í Serie A á næsta tímabili en liðið tryggði sér sæti í efstu deild fyrr í vetur.
Cesc Fabregas á hlut í Como og er einnig starfsmaður félagsins en hann hefur þjálfað unglingaliðið þar á bæ.
Fabregas er nafn sem flestir kannast við en hann lék með liðum eins og Barcelona, Arsenal og Chelsea á ferlinum.
Fabregas hafði lofað leikmönnum Como því að hann myndi borga ferð fyrir þá alla til Ibiza ef félagið myndi tryggja sér sæti í efstu deild.
Fabregas stóð við þessi stóru orð en framherjinn Patrick Cutrone birti sjálfur mynd á Instagram þar sem hann þakkaði Spánverjanum fyrir.
Góðverk hjá þessum fyrrum miðjumanni sem stefnir á að gerast aðalþjálfari í framtíðinni.