Sjónvarpsþátturinn Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum en gestur þeirra að þessu sinni var enginn annar en Auðunn Blöndal.
Eins og flestir vita er Auddi allinn upp á Sauðárkróki og því eðlilega stuðningsmaður Tindastóls. Hans menn ollu miklum vonbrigðum í titilvörn sinni í efstu deild karla í körfubolta í vetur. Liðið hafnaði í 7. sæti deildarinnar og var svo sópað úr leik af Grindavík í úrslitakeppninni.
„Ég hef aldrei séð Tindastóls-lið svona. Ég er búinn að vera að mæta í Síkið síðan ég var tíu ára en ég hef aldrei séð svona andleysi. Við erum með besta liðið á pappír á landinu. Ég trúi ekki að menn séu saddir eftir eitt tímabil en þetta er eitthvað léleg samsetning,“ sagði Auddi um sína menn.
Hrafnkell tók til máls og benti á að titilvarnir liða sem vinna í fyrsta sinn gangi oft ekki vel. Tók hann nokkur dæmi úr fótboltanum.
„Leicester eftir að þeir unnu, Blikar, Wolfsburg. Þetta tekur oft tíma og þú ert kannski enn þá hátt uppi,“ sagði hann.
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar