Kai Havertz, leikmaður Arsenal, hefur gefið í skyn að liðið hafi átt skilið að vinna ensku úrvalsdeildina frekar en Manchester City.
Lokaumferð deildarinnar fór fram í gær en City fagnar sigri fjórða árið í röð eftir sigur á West Ham.
Arsenal vann sinn leik gegn Everton sem reyndist ekki nóg en að mati Havertz átti Lundúnarliðið betra skilið þetta árið.
,,Hvað get ég sagt? Ég finn til með öllum stuðningsmönnum Arsenal, við gáfum allt í verkefnið en það var ekki nóg,“ sagði Havertz.
,,Kannski eftir tvo eða þrjá mánuði getum við sagst hafa gefið þeim góða baráttu en í dag tel ég að við höfum átt meira skilið.“
,,Þetta var ekki nóg að lokum en við reynum aftur á næsta ári.“