Thomas Tuchel hefur staðfest það að hann hafi rætt við Bayern Munchen um að framlengja samning sinn við félagið.
Að lokum komst Tuchel ekki að samkomulagi við Bayern og mun yfirgefa félagið eftir tímabilið.
Fyrr í vetur var greint frá því að Tuchel væri á förum en eftir fínt gengi undanfarnar vikur var samtalið opnað um mögulega framlengingu.
,,Ástæðan fyrir því að ég framlengdi ekki? Á miðvikudaginn þá komst Max Eberl [yfirmaður knattspyrnumála Bayern] að henni,“ sagði Tuchel.
,,Við fórum yfir stöðuna á ný en náðum ekki samkomulagi. Hver var ástæðan fyrir því að ég framlengdi ekki? Það er okkar á milli.“