Brasilíska goðsögnin Rivaldo hvetur landa sinn Antony til að segja skilið við lið Manchester United í sumar.
Rivaldo telur að United henti ekki Antony í dag en hann hefur átt ansi erfiðan vetur og aðeins skorað eitt deildarmark.
Stuðningsmenn United hafa gagnrýnt vængmanninn hressilega en hann spilaði áður flottan fótbolta með Ajax í Hollandi.
Rivaldo telur að það sé best fyrir Antony að horfa annað í sumar og að ný byrjun geti gert mikið fyrir hans sjálfstraust.
,,Ég er enn á því máli að Antony sé frábær leikmaður. Hann hefur spilað á HM með Brasilíu og er enn ungur og á nóg eftir,“ sagði Rivaldo.
,,Hann er að spila fyrir félag sem er að ganga í gegnum erfiða tíma og ég tel að það væri gott skref fyrir hann að fara.“