Sjónvarpsþátturinn Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum en gestur þeirra að þessu sinni var enginn annar en Auðunn Blöndal.
Þó Auddi sé frá Sauðárkróki og haldi fyrst og fremst með Tindastól styður hann Val í efstu deild í fótboltanum.
„Mér finnst liðið geggjað núna og það er ógeðslega gaman að sjá Gylfa koma í alvöru standi inn í deildina,“ sagði Auddi í þættinum um byrjun móts hjá karlaliði Vals.
Hann segir frammistöðu Gylfa á dögunum gegn Breiðabliki hafa verið ótrúlega.
„Þessi leikur á Kópavogsvellinum um daginn, það var ekkert erfitt að skipta af United leiknum á hann, þeir voru 4-0 undir á móti Palace. Allt svona gerir svo mikið fyrir deildina, gerir hana skemmtilegri og áhugaverðari,“ sagði Auddi.
„Það er passion í þessu hjá honum, ekki er hann að elta aurinn.“
Umræðan í heild er í spilaranum.