Emma Hayes, þjálfari Chelsea í enska kvennaboltanum, hefur komið kollega sínum Marc Skinner til varnar eftir leik Manchester United og Tottenham um helgina.
Um var að ræða úrslitaleik enska bikarsins en United vann frábæran 4-0 sigur og tryggði sér sinn fyrsta bikarmeistaratitil í sögunni.
Þrátt fyrir það var baulað nokkuð hressilega á Skinner í leiknum en gengi United í deildinni var ekki gott í vetur og situr liðið í fimmta sæti deildarinnar.
Hayes telur að það sé ósanngjarnt að baula á Skinner og þá sérstaklega eftir svo frábæran sigur í úrslitaleik.
,,Þau áttu skilið að vinna FA bikarinn og ég er hæstánægð fyrir hönd Marc. Hann hefur sannað það að hann veit hvernig á að þroskast sem þjálfari og hvernig á að vinna titla,“ sagði Hayes.
,,Að mínu mati voru stuðningsmennirnir mjög ósanngjarnir, hann náði í fyrsta bikarmeistaratitil félagsins og sumir ákváðu að baula á hann. Þjálfarar eiga betra skilið.“