Juventus er búið að reka knattspyrnustjóra sinn Massimiliano Allegri eftir leik við Atalanta sem fór fram í vikunni.
Juventus vann úrslitaleik ítalska bikarsins 1-0 gegn Atalanta en Allegri var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir hegðun sína í viðureigninni.
Allegri missti stjórn á skapi sínu í uppbótartíma og hefur Juventus nú ákveðið að reka stjóra sinn er tvær umferðir eru eftir í deild.
Þessi ákvörðun kemur í raun mörgum á óvart en búist var við að Allegri myndi fá að klára tímabilið í Túrin.
Thiago Motta, þjálfari Bologna, er efstur á óskalista Juventus og gæti vel tekið við liðinu í sumar.