Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, hefur útskýrt þau ummæli sem hann lét falla í miðri viku.
Pochettino vakti athygli er hann ræddi við blaðamenn eftir 2-1 sigur sinna manna á Brighton í ensku úrvalsdeildinni.
Pochettino neitaði að kalla Chelsea ‘sitt lið’ og gaf í skyn að hann væri ekki með þá leikmenn til taks sem gætu spilað þann leikstíl sem hann kýs að spila.
Argentínumaðurinn segir að ummælin hafi verið tekin úr samhengi en Chelsea spilar lokaleik sinn á morgun gegn Bournemouth.
,,Kannski þarf ég að kenna sjálfum mér um. Þegar ég tala við eiginkonuna þá er ég líka oft týndur,“ sagði Pochettino.
,,Ég sýni líka virðingu, það mikilvægasta er félagið og merki þess. Ég er ekki einhver sem fer að kalla þetta ‘mitt lið’ hvað þýðir það?“