Jóhann Berg Guðmundsson er á förum frá Burnley en þetta hefur félagið staðfest.
Um er að ræða íslenskan landsliðsmann sem hefur lengi verið einn af okkar allra öflugustu atvinnumönnum.
Jóhann hefur undanfarin átta ár spilað með Burnley sem féll úr ensku úrvalsdeildinni fyrr á þessu tímabili.
Jóhann verður 34 ára gamall í október og mun nú reyna fyrir sér hjá öðru félagi og mögulega nýju landi.
Okkar maður var nálægt því að tárast er hann ræddi um brottför sína í samtali við Burnley en myndband var birt á samskiptamiðla félagsins í dag.
Myndband af þessu má sjá hér.
An emotional farewell from the Iceman who is proud to have been part of our club over the past 8 years 💙 pic.twitter.com/u1QbLZC3At
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) May 18, 2024