Jesse Marsch hefur skotið skotum að bandaríska knattspyrnusambandinu eftir að hafa mætt í starfsviðtal fyrir um ári síðan.
Marsch kom til greina sem nýr landsliðsþjálfari Bandaríkjanna sem ákvað að lokum að endurráða Gregg Berhalter.
Marsch var nýlega ráðinn til starfa hjá Kanada en hann hefur einnig starfað fyrir lið eins og RB Leipzig og Leeds.
,,Ég ber mikla virðingu fyrir fótboltanum í Bandaríkjunum og ég fór í gegnum ákveðið ferli með sambandinu,“ sagði Marsch.
,,Ég ætla ekki að fara út í smáatriðin en að mínu mati þá var ekki komið vel fram við mig en það tilheyrir fortíðinni.“
,,Um leið og viðræðunum var okið þá ákvað ég að horfa annað og finna rétta verkefnið fyrir sjálfan mig.“