Margir stuðningsmenn Chelsea hafa látið í sér heyra eftir ákvörðun sem félagið tók nú fyrir helgi.
Telegraph fullyrðir það að Chelsea sé búið að hækka miðaverðið á Stamford Bridge, heimavöll liðsins, um fimm prósent.
Það er aðeins að bæta gráu ofan á svart hjá enska félaginu en gengi liðsins hefur ekki heillað á mörgum tímapunktum í vetur.
Hækkunin er þó ekki of mikil en miðaverð félagsins er enn lægra en hjá grönnum sínum Tottenham og Arsenal.
Þrátt fyrir það létu margir í sér heyra á samskiptamiðlum og eru hundfúlir með ákvörðun stjórnarinnar.
,,Ég skal gefa ykkur helminginn af laununum mínum ofan á þessa hækkun! Það er rosalegt vit í þessari breytingu,“ sagði einn og bætir annar við: ,,Er þetta eitthvað grín? Guð hjálpi þeim sem ráða þessu.“