Tvö stórlið á Ítalíu hafa áhuga á því að kaupa Mason Greenwood framherja Manchester United. Corriere dello Sport á Ítalíu segir frá.
Greenwood hefur verið á láni hjá Getafe á þessu tímabili og átt afar góða spretti þar.
Greenwood virðist ekki eiga framtíð hjá Manchester United vegna máls sem kom upp hjá lögreglu í janúar árið 2022.
Hann var þá handtekinn og grunaður um ofbeldi í nánu sambandi en málið var fellt niður hjá lögreglu þegar ný gögn komu fram í málinu.
Barcelona og Atletico Madrid hafa áhuga á að kaupa Greenwood en nú eru Napoli og Juventus mætt með í slaginn. Það er því hart barist um þennan öfluga 22 ára leikmann.