Luka Modric vill vera áfram hjá Real Madrid og hefur látið félagið vita að hann sé til í að skrifa undir nýjan samning. Fabrizio Romano segir frá.
Modric hefur verið einn fremsti miðjumaður heims um árabil en hann gekk í raðir Real Madrid 2012.
Samningur leikmannsins er að renna út en hann verður 39 ára gamall í haust. Þrátt fyrir þetta vill hann vera áfram hjá Real Madrid og launakröfur hans eru þar að auki ekki miklar.
Króatinn vill ekkert meira en að vera áfram hjá Real Madrid og hefur hafnað tveimur tilboðum annars staðar frá á meðan hann bíður og sér hvað félagið kemur.
Nú þarf Real Madrid að taka ákvörðun um hvað skal gera.
🚨⚪️ Luka Modrić has informed Real Madrid of his desire to stay at the club and sign new contract.
It’s not about the salary, Modrić told Real Madrid of his intention to stay.
Modrić has rejected already two big proposals to wait for Real.
Up to Real Madrid now. 🇭🇷 pic.twitter.com/xJNZLZunr8
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 17, 2024