Liverpool staðfestir á vefsíðu sinni í dag að bæði Joel Matip og Thiago Alcantara fari frá félaginu í sumar. Samningar þeirra eru á enda.
Liverpool hafði ekki hug á að bjóða þeim nýjan samning en báðir hafa glímt við mikið af meiðslum á Anfield.
Matip hefur verið hjá Liverpool í átta ár og átti nokkra frábæra spretti í liðinu en meiðslin voru honum erfið.
Thiago byrjaði frábærlega hjá Liverpool en síðan hefur hann lítið getað verið með vegna meiðsla.
Þeir fá tækifæri til að kveðja stuðningsmenn Liverpool á sunnudag á sama tíma og Jurgen Klopp stýrir liðinu í síðasta sinn.