Arne Slot skrifar undir hjá Liverpool og í dag verður hann því formlega orðinn þjálfari Liverpool. Fabrizio Romano segir frá.
Slot kemur til Liverpool frá Feyenoord og tekur við af Jurgen Klopp sem hættir á sunnudag.
Öll skjöl eru klár og Slot mun kvitta undir í dag en tilkynning frá Liverpool á að koma í kjölfarið.
Sækja þarf um atvinnuleyfi fyrir nokkra af aðstoðarmönnum Slot sem koma með honum frá Hollandi.
Langt er síðan Liverpool ákvað að ráða Slot og búið er að vinna að því undanfarið að klára öll smáatriði áður en Klopp hættir.
🚨🔴 Arne Slot formally signs his contract as new Liverpool head coach today, all documents are in place.
The official announcement will follow with #LFC desired timing.
Work permit still pending for some of his staff members and then it will be all sealed. pic.twitter.com/246v1kWIIG
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 17, 2024