Wayne Rooney fyrrum fyrirliði Manchester United ráðleggur félaginu að hreinsa gjörsamlega til í sumar og selja flesta leikmenn sem hægt er að selja.
Rooney segir að félagið eigi að byggja upp lið í kringum Bruno Fernandes en aðrir geti farið.
„Þú byggir liðið upp í kringum Bruno, hann er með gæðin og baráttuna. Það á að selja alla hina,“ sagði Rooney í beinni á Sky Sports.
„Þú heldur í ungu leikmennina og þú heldur í Bruno.“
„Það þarf að hreinsa allt til, það þarf að gera það. Þetta gerit ekki á einu ári en en á tveimur árum er þetta hægt.“
„Onana byrjaði illa en hefur aðeins unnið á. Dalot hefur gert vel og Maguire hefur átt sína spretti.“
„Til að vinna þessa deild þá þarf betri leikmenn, þetta er margir ágætir leikmenn en til að berjast við City, Liverpool og Arsenal þá þarf betri leikmenn.“