Ofurtölvan góða hefur stokkað spilin og spáð fyrir um lokaniðurstöðu ensku úrvaldseildinni í síðasta skiptið á þessari leiktíð.
Það er enn spenna um toppsætið fyrir lokaumferðina en Manchester City þarf aðeins að vinna West Ham á heimavelli til að tryggja sér titilinn. Arsenal er í öðru sæti og þarf að vonast til að City misstígi sig og á sama tíma klára leik sinn gegn Everton.
Því er spáð að Manchester United hafni í áttunda sæti og nái þar með ekki Evrópusæti, ekki nema liðið vinni úrslitaleik enska bikarsins gegn City um þarnæstu helgi.
Engin spenna er á botninum fyrir lokaumferðina en hér að neðan má sjá síðustu spá Ofurtölvunnar.