fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Nýtt ungmennaráð KSÍ myndað – Ræddu meðal annars um LGBTQ+

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. maí 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt ungmennaráð KSÍ var myndað á fundi ráðsins miðvikudaginn 15. maí.

Á ungmennaþingi KSÍ sem haldið var í apríl bárust 11 umsóknir um setu í ungmennaráðinu og voru fimm ný tekin inn í ráðið. Það eru þau Aðalheiður Helga Kristjánsdóttir og Daníel Hjaltalín Héðinsson úr Val, Ernir Daði Arnberg Sigurðsson úr Skallagrím, Kristín Ragna Finnsdóttir úr Víking Reykjavík og Matthildur Klausen úr FHL.

Sjö ungmenni sitja nú sitt annað ár í ráðinu. Það eru þau Auður Kjerúlf úr Val, Sóldís Erla Hjartardóttir, Ragnar Funason og Margrét Lóa Hilmarsdóttir úr Þrótti R. og Sóldís Malla Steinarsdóttir, Ásta Björk Óskarsdóttir og Karen Rós Torfadóttir úr Selfossi.

Á fundi ráðsins þann 15. maí var Auður Kjerúlf skipuð formaður, Aðalheiður Helga Kristjánsdóttir var skipuð varaformaður og Sóldís Erla Hjartardóttir var skipuð ritari.

Niðurstöður ungmennaþings

Á ungmennaþingi KSÍ voru þrjú megin umræðuefni. Það var retention, jafnrétti og andleg heilsa. Undirumræðuefnin voru eftirfarandi:

Retention:

Að vera virkur þátttakandi í íþróttafélagi
Að vera sjálfboðaliði
Að vera þjálfari
Að vera dómari
Jafnrétti:

LGBTQ+
Jafnrétti kynjanna
Innflytjendur
Iðkendur með fatlanir
Andleg heilsa:

Samfélagsmiðlar
Sálfræðingar hjá liðum
Almennt um andlega heilsu
Líkamsímynd
Áberandi var heilt yfir að þátttakendur höfðu mikinn áhuga á fræðslu í öllum málefnunum. Telja þau að aukin fræðsla til bæði iðkenda og þjálfara geti bætt knattspyrnuumhverfi á Íslandi til muna.

Niðurstöður sýndu einnig að þörf er á tækjum og tólum fyrir bæði þjálfara og iðkendur til að geta tekið vel á móti iðkendum af erlendum uppruna og iðkendum með fatlanir. Mikið var rætt um mikilvægi góðrar andlegrar heilsu og sýndu niðurstöður að þátttakendur eru opin fyrir fræðslu um andlega heilsu, ráð við slæmri andlegri heilsu og hvernig árangurinn helst í hendur við góða andlega heilsu.

Á fundum komandi vetrar hjá ungmennaráði KSÍ verður farið nánar í hvern flokk fyrir sig og mun ráðið gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bæta þessi mál í íslenskri knattspyrnu.

Á myndinni með fréttinni má sjá nýtt ungmennaráð KSÍ. Á skjánum eru Ernir Daði og Matthildur og fyrir framan skjáinn frá vinstri eru Sóldís Erla, Auður, Margrét Lóa, Kristín Ragna, Aðalheiður Helga og Daníel. Á fundinn vantaði Sóldísi Möllu, Ragnar, Ástu Björk og Karen Rós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur