Þremur leikjum lauk nýverið í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla en stórleikur umferðarinnar fór fram í Garðabæ. Þar tók Stjarnan á móti KR.
Það var Örvar Eggertsson sem kom Stjörnunni yfir á 20. mínútu en tíu mínútum síðar jafnaði Axel Óskar Andrésson fyrir KR. Var þetta annað mark hans í Garðabænum á leiktíðinni en hann skoraði gegn Stjörnunni í deildinni á dögunum.
Örvar var aftur á ferðinni með mark snemma í seinni hálfleik og skömmu síðar kom Guðmundur Baldvin Nökkvason Stjörnunni í 3-1. Óli Valur Ómarsson skoraði svo fjórða mark Stjörnunnar á 78. mínútu og útlitið ansi gott.
KR beit þó heldur betur frá sér í restina með mörkum frá Benoný Breka Andréssyni. Adolf Daði Birgisson innsiglaði hins vegar 5-3 sigur Stjörnunnar í restina.
Þá tók Grindavík á móti Víkingi í Safamýri, þar sem liðið spilar heimaleiki sína í sumar. Danijel Dejan Djuric kom Íslands- og bikarmeisturunum yfir eftir hálftíma leik og snemma í seinni hálfleik tvöfaldaði Erlingur Agnarsson forskotið.
Josip Krznaric minnkaði muninn fyrir Grindavík um miðjan seinni hálfleik en Víkingur gulltrygði sigurinn í restina. Fyrst skorðai Valdimar Þór Ingimundarson áður en Viktor Örlygur Andrason innsiglaði 1-4 sigur.
Loks tók Fylkir á móti HK í Árbænum. Eiður Gauti Sæbjörnsson kom gestunum yfir snemma leiks en heimamenn voru ekki lengi að snúa dæminum við með mörkum frá Þórði Gunnari Hafþórssyni.
Benedikt Daríus Garðarsson innsiglaði svo sigurinn á 27. mínútu, skömmu eftir að hafa klikkað á víti. Lokatölur 3-1.