Tekin verður fyrir tillaga um að enska úrvalsdeildin segi skilið við myndbandsdómgæslu, VAR, á fundi félaga deildarinnar þann 6. júní næstkomandi.
Þetta kemur fram á The Athletic en það er Wolves sem kemur með breytingartillöguna.
Það kemur ekki á óvart að Wolves taki þessa ákvörðun en VAR hefur tekið 17 mörk af Wolves á timm tímabilum.
Brighton hefur grætt mest á VAR tækninni en Liverpool og ASton Villa koma þar á eftir.
VAR hefur verið grimmt við Arsenal en ljóst er að mismunandi skoðanir á.
Mörk sem VAR hefur tekið af eða gefið:
Brighton +6
Aston Villa +4
Liverpool +4
Everton +3
Man City +3
Man United +3
Newcastle +3
Chelsea +2
Crystal Palace +2
Tottenham -3
West Ham -5
Arsenal -7
Wolves -17