Ederson markvörður Manchester City missir af tveimur síðustu leikjum tímabilsins en hann er með meiðsli á auga.
Brot er í augntóft hans en markvörðurinn meiddist í sigrinum á Tottenham á þriðjudag.
Ederson var reiður yfir því að vera tekinn af velli en Steffan Ortega kom sterkur inn í hans stað.
Ederson missir af leiknum gegn West Ham á sunnudag þar sem City þarf sigur til að verða enskur meistari.
Hann missir einnig af úrslitaleik enska bikarsins um aðra helgi þegar liðið mætir Manchester United.
🚨🔵 Ederson will miss the final two games of the season for Manchester City due to a small fracture of his eye socket.
Stefan Ortega will be Man City’s GK. pic.twitter.com/IEnYe6eEcJ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 16, 2024